IS

Hugtök í nótnaskrift

Nótnaskrift á við þau tákn sem eru notuð í nótnaheftum.

. . . Hugtök í nótnaskrift . . .

Nótnastrengir
Allar nótur eru ritaðar með tilliti til nótnastrengjanna. Með G-lyklinum (diskantlyklinum) er neðsti stafurinn E4 eða E yfir mið-C.
Aukalínur
Línur sem er bætt við fyrir ofan eða neðan nótnastreng.
Taktstrik
Notað til aðgreiningar á takti.
Tvöfalt taktstrik
Notað til aðgreiningar á tveimur hlutum eða hendingum. Feitletruð tvöföld taktstrik gefa til kynna að lagi eða hreyfingu sé lokið.

Aðalgrein: Lykill (tónlist)

Lyklar afmarka tónhæðina og eru meðal fyrstu táknanna til vinstri á nótnastrengnum.

G-lykill[1] (diskantlykill)
Algengasti lykill í nótnaskrift. Miðja spíralsins afmarkar nótuna G yfir mið-C.
C-lykill (altlykill eða tenórlykill)
Tákn sem sýnir stöðu einstrikaðs C á nótnastreng sem er þriðja línan á myndinni hér til vinstri.
F-lykill (bassalykill)[1]
Línan sem liggur á milli punktanna tveggja í F-lyklinum er nótan F fyrir neðan mið-C.
Heilnóta — heilnótuþögn[1]
Hálfnóta — hálfnótuþögn[1]
Fjórðapartsnóta — fjórðapartsþögn[1]
Áttundapartsnóta — áttundapartsþögn[1]
Sextándapartsnóta — sextándapartsþögn
Punkteruð nóta[1]
Einn punktur á eftir nótu eykur lengdargildi hennar um helming.[1] Þegar tveir punktar eru á eftir nótu þá jafngildir seinni punkturinn helmingnum af þeim fyrsta.[1]

n{displaystyle n}

-punktar lengja nótu um

2n12n{displaystyle {tfrac {2^{n}-1}{2^{n}}}}

af gildi sínu. Einnig er hægt að lengja hvíldir á sama hátt.[1]

. . . Hugtök í nótnaskrift . . .

This article is issued from web site Wikipedia. The original article may be a bit shortened or modified. Some links may have been modified. The text is licensed under “Creative Commons – Attribution – Sharealike” [1] and some of the text can also be licensed under the terms of the “GNU Free Documentation License” [2]. Additional terms may apply for the media files. By using this site, you agree to our Legal pages . Web links: [1] [2]

. . . Hugtök í nótnaskrift . . .

Back To Top