IS

Indie-rokk

Indie-rokk (stundum kallað sjálfstætt rokk, e. indie-rock) er tónlistarstefna sem þróaðist einna helst úr jaðarrokki (e. alternative rock) og er í dag mjög víðtækt hugtak. Orðið „indie“ er stytting á independent „sjálfstætt“ og upphaflega var það skilgreiningin á stefnunni að hljómsveitir og tónlistarmenn hennar stæðu á eigin fótum og væru ekki háð stórum útgáfufyrirtækjum og öðru slíku. Sumir vilja þó meina að hugtakið sé nú búið að missa sína upprunalegu merkingu því til eru þónokkrar indie-rokksveitir sem náð hafa miklum vinsældum með hjálp stórra útgáfufyrirtækja. Stefnan á rætur sínar að rekja til Bretlands og Bandaríkjanna á níunda áratugnum.[1]

Indie-rokk
Uppruni Níundi áratugurinn í Bretlandi & Bandaríkjunum
Hljóðfæri Gítarbassitrommursöngurhljómborð
Tengdar stefnur
indieþjóðlagarokkrokkgruggbretapoppjaðarrokkskógláptilfinningarokkpönk

. . . Indie-rokk . . .

Einkenni indie-rokksins eru ýmis og heldur óskýr. Því má segja að hugtakið spanni vítt svið tónlistar. Oftar en ekki er tónlist innan stefnunnar fremur frjálsleg því tónlistarmennirnir reyna ekkert endilega að fara eftir fyrirfram ákveðnum reglum til að þóknast sem flestum hlustendum. Frekar vilja tónlistarmennirnir skapa eitthvað nýtt og ferkst og leyfa sér að fara sínar eigin leiðir óháð skoðunum annarra.[2] Þó eru til fleiri stefnur í indie-flokknum en indie-rokkið, eins og nafnið gefur til kynna, svipar meira til rokks heldur en t.d. indie-popp, indie-þjóðlagatónlist o.s.frv. [3][4] Þær hljómsveitir og tónlistarmenn sem iðkað hafa gerð indie-rokks hafa þurft að fara nýjar leiðir í dreifingu tónlistarinnar sinnar þar sem þær reiða sig ekki á stór útgáfufyrirtæki. Þar er tilkoma internetsins gífurlega mikilvægur þáttur en á internetinu eru ótal leiðir til að dreifa tónlist og indie-rokklistamenn hafa í gegn um tíðina nýtt sér þær óspart. Dæmi um þessar leiðir eru heimasíður, samskiptasíður og forrit á borð við Napster, Myspace, Facebook, Soundcloud, Youtube og margt fleira.

Undir lok áttunda áratugarins hafði pönkið náð sínum mestu vinsældum en það kom aðallega frá Bandaríkjunum annars vegar og Bretlandi hins vegar.

The Cure á tónleikum 2004

Fljótlega eftir það fóru að koma fram á sjónarsviðið hljómsveitir á borð við Blondie og The Talking Heads sem spiluðu tónlist ekki ósvipaða pönkinu en þó með nokkrum breytingum; textarnir fóru að hafa dýpri merkingu í stað einföldu textanna í pönkinu.[5] Þessi sena hlaut nafnið Nýbylgjutónlist en seinna fór hún að vera kennd aðallega við hljómsveitir sem notuðust við svokallaða svuntuþeysara.[6] Einnig mynduðust stefnurnar Síð-pönk, sem innihélt hljómsveitir á borð við The Cure og Joy Division, og Gotneskt rokk, með hljómsveitir eins og Bauhaus og Siouxsie & the Banshees. Síðan snemma á 9. áratugnum fór að myndast fjöldinn allur af hljómsveitum þar sem meðlimir voru ekki endilega mjög flinkir á hljóðfærin sín en voru þó vissir um að geta búið til góða tónlist. Í Bretlandi fóru sumir að kalla stefnu þessarra sveita indie en í Bandaríkjunum var þetta ennþá bara kallað jaðarrokk eða háskólarokk. Upp frá því fóru einnig að spretta upp sjálfstæð útgáfufyrirtæki sem stuðluðu vissulega enn frekar að þróun stefnunnar.[7] Þetta er allt saman stór hluti af upphafi indie-rokksins.

. . . Indie-rokk . . .

This article is issued from web site Wikipedia. The original article may be a bit shortened or modified. Some links may have been modified. The text is licensed under “Creative Commons – Attribution – Sharealike” [1] and some of the text can also be licensed under the terms of the “GNU Free Documentation License” [2]. Additional terms may apply for the media files. By using this site, you agree to our Legal pages . Web links: [1] [2]

. . . Indie-rokk . . .

Back To Top