Jón Arnór Stefánsson (fæddur21. september1982 í Skövde í Svíþjóð) er íslenskurkörfuknattleiksmaður sem leikur með Val[1] í úrvalsdeild karla í körfuknattleik.
. . . Jón Arnór Stefánsson . . .
Jón Arnór lék alla yngri flokka með KR áður en hann fór í “high school” í Bandaríkjunum. Skólinn sem hann var í úti fór hins vegar ekki alveg eftir settum reglum og því þurfti Jón Arnór að yfirgefa skólann fyrr en til stóð.
Eftir heimkomuna frá Bandaríkjunum lék Jón Arnór með KR í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik vorið 2000, og átti drjúgan þátt í að liðið varð Íslandsmeistari það ár. Hann skoraði átta stig að meðaltali á 17,4 mínútum í leik, aðeins sautján ára gamall.
Þetta var fyrsta tímabil Jóns Arnórs í úrvalsdeild, en þá lék hann 30,2 mínútur að meðaltali í leik, skoraði 16,8 stig, tók 3,2 fráköst, gaf 3,6 stoðsendingar og stal boltanum 2,1 sinni í þeim 20 leikjum sem hann lék. Hann var í kjölfarið valinn besti nýliði úrvalsdeildar það árið.
Jón Arnór bætti um betur á þessari leiktíð, lék 34,5 mínútur að meðaltali, skoraði 20,7 stig, gaf 4,8 stoðsendingar, tók 6,1 frákast, var með 2,6 stolna bolta og 1,25 varið skot í 20 leikjum. Að auki var hann með 40% þriggja stiga nýtingu. Þetta dugði til að hann var valinn besti leikmaður deildarinnar.
Nú tók atvinnumennskan við. Jón Arnór gekk til liðs við þýska úrvalsdeildarliðið Trier. Þar lék hann 24 deildarleiki og skoraði 13,5 stig að meðaltali á 29,7 mínútum. Hann var einnig með 2,9 fráköst, 2,8 stoðsendingar og 1,4 stolna bolta.
Jón Arnór söðlaði heldur betur um sumarið 2003 og samdi við NBA liðið Dallas Mavericks. Þar með var hann annar Íslendingurinn, á eftir Pétri Guðmundssyni, til að komast á mála hjá NBA liði. Þrátt fyrir að hafa, að margra mati, staðið sig vel á undirbúningstímabilinu fékk Jón Arnór aldrei að spreyta sig í deildarleik. Hann lék þó í nokkrum sumarmótum sumarið 2004, en ákvað í samráði við stjórnendur félagsins að framlengja ekki samninginn að svo stöddu.
Það voru nokkur vonbrigði fyrir Jón að fá ekki að spila í NBA deildinni, og hann ákvað því að semja við rússneska liðið Dynamo St. Peterburg. Jón Arnór var valinn í byrjunarlið Evrópuúrvalsins í stjörnuleik FIBA Europe, þar sem hann skoraði 10 stig, tók þrjú fráköst og gaf eina stoðsendingu á 21 mínútu. Hann lék stórt hlutverk undir lok leiksins, en lið hans tapaði þó fyrir Heimsúrvalinu 102-106.
Lið Jóns Arnórs tók þátt í FIBA Europe League og þann 28. apríl2005 varð Jón fyrsti íslenski körfuknattleiksmaðurinn til að verða Evrópumeistari með liði sínu, þegar Dynamo St. Peterburg vann BC Kyiv 85-74. Jón Arnór lék í 29 mínútur og skoraði níu stig. Í undanúrslitaleiknum gegn BC Khimki skoraði hann 14 stig og tók fjögur fráköst á 35 mínútum. Dynamo vann alla leiki sína í Evrópukeppninni.
. . . Jón Arnór Stefánsson . . .