IS

Leicester City F.C.

Leicester City er enskt knattspyrnufélag frá borginni Leicester í mið-Englandi og spilar í ensku úrvalsdeildinni. Heimavöllur liðsins er á King Power Stadium sem tekur rúmlega 32.000 í sæti.

Leicester City Football Club
Fullt nafn Leicester City Football Club
Gælunafn/nöfn The Foxes
Stofnað 1884
Leikvöllur King Power Stadium
Stærð 32.315
Stjórnarformaður Aiyawatt Srivaddhanaprabha
Knattspyrnustjóri Brendan Rodgers
Deild Enska úrvalsdeildin
2020-21 5. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Liðið var stofnað árið 1884 sem Leicester Fosse F.C. en það var nefnt eftir veginum Fosse road sem var nálægt þáverandi velli. Árið 1891 var völlurinn færður á Filbert street þar sem spilað var í 111 ár. Nafnið Leicester City leit dagsins ljós árið 1919. Árið 2002 færði liðið sig á Walkers stadium, nú King Power stadium eftir eigendaskipti.

Leicester city kom öllum að óvörum og sigraði ensku úrvalsdeildina tímabilið 2015–16. Liðinu hafði verið spáð falli af ýmsum. Besti árangur liðsins fyrir það var annað sæti tímabilið 1928-1929. Liðið hefur öll sín ár verið í tveimur efstu deildum fyrir utan eitt tímabil. Ennfremur hefur það sigrað League Cup þrisvar; 1964, 1997 og árið 2000. Liðið sigraði FA-bikarinn í fyrsta skipti árið 2021.

Þekktir leikmenn liðsins eru Jamie Vardy, Riyad Mahrez og Kasper Schmeichel. Markahrókurinn Gary Lineker lék með liðinu árin 1978-1985.

Gælunafn liðsins er Refirnir (the Foxes).

. . . Leicester City F.C. . . .

16. október 2020[1]

Ath: Fánar eru tákn fyrir það þjóðerni sem skráð eru hjá FIFA. Leikmenn gætu haft fleiri en eitt ríkisfang.

Nú. Staða Leikmaður
1 GK Kasper Schmeicheli
2 DF James Justin
3 DF Wesley Fofana
4 DF Çağlar Söyüncü
5 DF Wes Morgan(fyrirliði)
6 DF Jonny Evans
7 MF Demarai Gray
8 MF Youri Tielemans
9 FW Jamie Vardy
10 MF James Maddison
11 MF Marc Albrighton
12 GK Danny Ward
13 FW Islam Slimani
14 FW Kelechi Iheanacho
Nú. Staða Leikmaður
15 MF Harvey Barnes
17 FW Ayoze Pérez
18 DF Daniel Amartey
19 FW Cengiz Ünder(láni frá Roma)
20 MF Hamza Choudhury
21 DF Ricardo Pereira
24 MF Nampalys Mendy
25 MF Wilfred Ndidi
26 MF Dennis Praet
27 DF Timothy Castagne
28 DF Christian Fuchs
33 DF Luke Thomas
35 GK Eldin Jakupović

. . . Leicester City F.C. . . .

This article is issued from web site Wikipedia. The original article may be a bit shortened or modified. Some links may have been modified. The text is licensed under “Creative Commons – Attribution – Sharealike” [1] and some of the text can also be licensed under the terms of the “GNU Free Documentation License” [2]. Additional terms may apply for the media files. By using this site, you agree to our Legal pages . Web links: [1] [2]

. . . Leicester City F.C. . . .

Back To Top