IS

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis

Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir betur þekkt sem Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis er skýrsla sem tekur á forsögu og falli bankakerfis Íslands haustið 2008. Tilgangur skýrslunnar er að gera ábyrgð íslenskra ráðamanna, banka- og viðskiptamanna sem og blaðamanna á hruni bankakerfis Íslands skil. Nefndarmeðlimir Rannsóknarnefndar Alþingis rituðu skýrsluna en nefndina skipuðu þau Páll Hreinssonhæstaréttardómari, Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis og Sigríður Benediktsdóttir kennari við hagfræðideild Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Skýrslan birtist þann 12. apríl árið 2010 eftir að hafa verið frestað fjórum sinnum. Fyrst stóð til að skýrslan myndi liggja fyrir þann 1. nóvember2009, fyrsta frestunin var till 1. febrúar síðan til byrjun marsmánaðar og loks til 12. apríl.[1]

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis.

. . . Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis . . .

  • Þremur dögum áður en skýrslan kom út, komu fréttir um það á Vísi.isDavíð Oddsson væri farinn úr landi og segir þar: Í ljósi þess að Davíð var seðlabankastjóri þegar bankahrunið varð og nokkra mánuði eftir hrunið þá má gera ráð fyrir því að drjúgur hluti skýrslunnar muni fjalla um hans embættisverk. [2]

Í 2. bindi skýrslu Rannsóknarnefndar alþingis er fjallað um þá stjórnmálamenn og maka þeirra sem höfðu heildarlánstöðu sem var hærri en 100 milljónir króna. Ýmsir stjórnmálamen fengu óhóflega lánafyrirgreiðslu hjá bönkunum. [3][4]

  • Allra viðkvæmustu upplýsingarnar í skýrslunni mun ekki koma fyrir almenningssjónir fyrr en árið 2090, en það eru meðal annars fjárhagsupplýsingar um fyrirtæki og einstaklinga sem hlut áttu að máli. [5]
  • Allir viðmælendur nefndarinnar vísuðu því á bug að hafa gert mistök eða gerst sek um vanrækslu, samkvæmt skilningi laga nr. 142/2008 [6]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

. . . Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis . . .

This article is issued from web site Wikipedia. The original article may be a bit shortened or modified. Some links may have been modified. The text is licensed under “Creative Commons – Attribution – Sharealike” [1] and some of the text can also be licensed under the terms of the “GNU Free Documentation License” [2]. Additional terms may apply for the media files. By using this site, you agree to our Legal pages . Web links: [1] [2]

. . . Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis . . .

Back To Top